
Krrææææææææst..
held að tölvan mín og blogger séu ekki alveg sátt þessa dagana. Var búinn að gera ofsalegan póst sem svo hvarf þegar ég ætlaði að birta hann. Jæja, þetta hefur allavega ekki horfið ef þið eruð að lesa þetta. Held að vandamálið sé með að setja inn myndir.
Búinn að sitja við skrifborðið undanfarið að lesa fyrir próf. Alltaf freistast maður til að fara einn góðan hring á netinu svona við og við til að láta hugann aðeins reika. Ég hef eiginlega komist að því að netið er hálfgert crapp. Það er gaman að kíkja á blogg og heyra hvað fólk er að gera og svona en einhvernveginn er mest af því sem maður er að skoða helvítis rusl. Djöfull er mikið af rusli á netinu! Ljósu punktarnir eru eins og áður sagði bloggin, fréttasíður (sem ég skoða reyndar stundum oftar en þeir koma með nýjar og spennandi fréttir), fótboltasíðurnar standa fyrir sínu og þá er þetta að mestu upptalið. Kannski er ég bara að flakka á vitlausum síðum, þið megið koma með hugmyndir.
Sá nýlega nýtt myndband með 311 á skjá einum. Hef alltaf haft gaman að lögunum þeirra. Einföld og þægileg. Fór og náði mér í nýjasta diskinn þeirra og náði í leiðinni í lögin sem eru á Greatest hits plötunni þeirra. Komst að því að þeir eiga ótrúlega mikið af smellum. Flest mjög þægileg og hressandi, Amber, Love song (sem var í 50 first dates), I´ll be here a while svo einhver séu nefnd. Svo eiga þeir líka rokkuð og enn meira hressandi lög eins og hið klassíska Come Original, Transistor, Down o.fl. sem fólk kannast pottþétt við þegar það heyrir þau. Hressandi.