19. mars 2006


F?lk er f?fl! Posted by Picasa

Einhverntíma hef ég nú notað þessa fyrirsögn fyrr. En alltaf er ég samt jafn steinhissa þegar ég sé þetta svart á hvítu. Var að koma inn í Reykjavík fyrr í dag frá Keflavík og þar sem við komum inn í Kópavoginn í brekkunni við Fífuna og Breiðabliksvöll sjáum við að fyrir framan okkur er þessi bilaða röð sem nær alveg upp í brekkuna. Svo vildi til að bílslys hafði orðið alveg hinum megin við gjánna, til móts við gamla Paint-ball svæðið þannig að það þurfti að beina allri þeirri umferð sem við vorum í upp á brúna yfir gjánni og í gegnum Kópavog og út Smáralindarmegin. Allt í lagi með það og við förum bara í þessa einföldu röð sem var búin að myndast þar sem afreinin upp á brúna er bara einföld. Við mjökumst hægt og hægt áfram og allt í fína með það- en samt ekki. Ástæðan? Það var alltaf einn og einn fáviti sem kom á fartinu framhjá allri röðinni og tróðst inn í röðina rétt við afreinina. Þetta olli því að allir sem voru þar fyrir aftan í röðinni urðu að gjöra svo vel að fara enn hægar yfir en eðlilegt hefði verið. Hvað á þetta að þýða. Hversu óstjórnlega pirrandi eru svona bílstjórar. Það sást alveg ofan af hæðinni að röðin var einföld og það var lokað undir brúna. Samt eru alltaf einhverjir sem telja sig svo mikilvæga eða merkilega að ÞEIR verði hreinlega að komast fremst. Helst langaði mig til að fara út úr bílnum og ganga að öllum bílum sem tróðu sér svona inn í röðina og spyrja bílstjórana hvað í ósköpunum þeir héldu að þeir væru að gera, af hverju þeir drulluðu sér ekki bara í röðina um leið og sást að leiðin var lokuð. “Af því að ég er með verk fyrir brjósti og er á leið á sjúkrahús!” Þetta er svar sem ég hefði getað sætt mig við. En ég er nokkuð viss um að tíminn hjá langflestum þessara sem tróðu sér framúr hafi ekki verið neitt mikilvægari eða dýrmætari en hjá okkur hinum.
Samantekt fyrir þá sem ekki nenntu að lesa þetta allt: DRULLIÐ YKKUR Í RÖÐINA