31. mars 2006


Krrææææææææst..
held að tölvan mín og blogger séu ekki alveg sátt þessa dagana. Var búinn að gera ofsalegan póst sem svo hvarf þegar ég ætlaði að birta hann. Jæja, þetta hefur allavega ekki horfið ef þið eruð að lesa þetta. Held að vandamálið sé með að setja inn myndir.

Búinn að sitja við skrifborðið undanfarið að lesa fyrir próf. Alltaf freistast maður til að fara einn góðan hring á netinu svona við og við til að láta hugann aðeins reika. Ég hef eiginlega komist að því að netið er hálfgert crapp. Það er gaman að kíkja á blogg og heyra hvað fólk er að gera og svona en einhvernveginn er mest af því sem maður er að skoða helvítis rusl. Djöfull er mikið af rusli á netinu! Ljósu punktarnir eru eins og áður sagði bloggin, fréttasíður (sem ég skoða reyndar stundum oftar en þeir koma með nýjar og spennandi fréttir), fótboltasíðurnar standa fyrir sínu og þá er þetta að mestu upptalið. Kannski er ég bara að flakka á vitlausum síðum, þið megið koma með hugmyndir.

Sá nýlega nýtt myndband með 311 á skjá einum. Hef alltaf haft gaman að lögunum þeirra. Einföld og þægileg. Fór og náði mér í nýjasta diskinn þeirra og náði í leiðinni í lögin sem eru á Greatest hits plötunni þeirra. Komst að því að þeir eiga ótrúlega mikið af smellum. Flest mjög þægileg og hressandi, Amber, Love song (sem var í 50 first dates), I´ll be here a while svo einhver séu nefnd. Svo eiga þeir líka rokkuð og enn meira hressandi lög eins og hið klassíska Come Original, Transistor, Down o.fl. sem fólk kannast pottþétt við þegar það heyrir þau. Hressandi.

5 ummæli:

Kindin Einar sagði...

Já sammála þér fínasta band. Sá samt myndband með þeim um daginn og það var bara lala... hef ekki heyrt í nýja disknum, annars hafa ekki verið einhverjar sögusagnir um að 311 standi fyrir Ku Kux Klan þar sem K er ellefti stafurinn í enska stafrófinu ;) fólk er fífl. Held að fólk þurfi ekki að gera annað en að lesa textana þeirra og þá sjá þeir að þeir eru allt annað en rasistar.

Dabe sagði...

Hehe, hvítir menn að spila hálfgert reggea... nefndu mér eitthvað sem gæti gefið meira til kynna að þeir væru ekki rasistar.

Dabe sagði...

það gat nú verið.. prufaði að setja inn mynd í gegnum tölvuna hjá systur Eyrúnar og þá virkaði þetta... getur einhver sagt mér hvað málið er. Er búinn að prufa slökkva á eldveggjum og solleiðs. Skil þetta ekki. Kemst t.d. ekki inn á síðuna matarvefurinn.is sem við vorum að vinna á í skólanum um daginn en get það á annarri tölvu á heimilinu. Hvaða rugl er þetta!

Nafnlaus sagði...

Ég held að þú sért að brenna yfir. Annars vildi ég bara benda þér á barnalands síðurnar þær eru annsi skemmtilegar og eykst skemmtunin exponentialy eftir því sem maður þekkir krakkann og family-una á bakvið hann minna.

good times

Enginn Einskisson sagði...

Ok. Ég skrifa þetta komment, algjörlega í óvissu um þína kunnáttu, þannig að EKKI móðgast ef ég er að benda á e-ð sem þú kannt geðveikt vel.:-) Ég er bara búin að lesa einum of oft um þessi myndavandræði þín - þetta vandamál hlýtur að vera leysanlegt.

Ertu ekki alltaf að nota einhvern takka þarna í blogger sem uploader myndum? Ég held að þetta geti ekki klikkað ef þú bara vísar beint í slóðina á myndina:

img src="http://www.blablabla.com"
(og það þurfa auðvitað að vera svona gaurar utan um þetta allt saman: < > )

Nema þú sért að vísa í mynd sem er ekki beint á netinu (sbr. þetta upload dæmi, þá er blogger að hýsa myndina um leið og þú birtir hana). Þá er best að hýsa hana á öðrum stað og vísa svo í hana með þessu html-dóti.

Og náttúrulega áður en þú slærð inn e-ð html dæmi á borð við þetta, áttu að haka í einhvern lítinn kassa sem er líklegast fyrir neðan dótið sem þú skrifar í. Stendur líklegast "HTML View" eða e-ð þannig.

Er ég að bulla?