2. desember 2003

Flúor
Hver man ekki eftir flúordrykknum vinsæla sem allir fengu mánaðarlega í skólanum í gamle dage. Fyrst var þetta glær vökvi með viðbjóðslegu bragði allir þurftu að láta sullast um. Seinna kom svo blár vökvi með ágætis bragði. Mikið þarfaþing og ég er allavega með allar mínar tennur ennþá. En man fólk eftir bragðinu af flúordrullunni sem var sett á tennurnar á manni hjá tannsanum. Þetta var svona gul drulla sem maður þurfti að hafa á tönnunum í nokkra tíma. Og nú kem ég að aðalatriðinu. Það er nebblega búið að búa til drykk með nákvæmlega þessu sama bragði og var af flúordrullunni. Og nafnið á drykknum.. Magic-Red. Hvílíka viðbjóðinn hef ég ekki áður smakkað. Rifjast upp minningar frá því hjá tannsanum í gamla daga. En ég hvet ykkur samt til að smakka og átta ykkur á því hvað ég er að tala um. Alveg magnað.

Engin ummæli: