Sjokkeraður
Fór á smá síðurölt áðan og kíkti inn á síðuna hans Ella Björgvins sem hefur verið í öðru sæti svarta listans og sá mér til mikillar gleði að fyrsti hlekkurinn sem hann setti inn á síðuna hjá sér var inn á engilinn. Ég fylltist einskærri gleði og fór að hugsa um hvð Elli væri nú góður drengur og var búinn að ákveða að kippa honum og öllum sem honum tengjast útaf svarta listanum og jafnvel setja Ella á þann gullna. Ég ákvað þó að ýta á hlekkinn og mér til mikillar gremju þá var þetta draugahlekkur sem leiddi mig inn á miður skemmtilega síðu. Ég skammaðist mín fyrir að vera svona auðtrúa og leið mjög illa. Í raun hefur mér ekki liðið ver lengi og sú auðmýking sem ég varð fyrir á líklega eftir að hafa áhrif á mig lengi. Til að létta á sálu minni hef ég ákveðið að færa Ella ofar á svarta listanum og ég ætla heldur ekki að gera honum til geðs að vera með link inn á hann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli