5. nóvember 2003

Jamm, nú er komið að því. Maður vikunnar #3. Reyndar held ég láti þetta bara vera maður líðandi stundar þar sem ég er ekki nógu stabíll á vikunni. Semsagt komið að Manni líðandi stundar #1. En áður en ég kem að því... Maggi Mæja hefur verið settur á toppinn á gullna listanum en ég vill taka það fram að það var ekki vegna þess að hann var að væla. Maðurinn hefur reynst mér sérstaklega vel og á hann allt gott skilið. Takk Mæjan, þú ert snilld. Eins fer ég nú að verða leiður á vælinu í Johnny, spurning hvort hún fari ekki bara út af lista..hmmm, fái bara að éta það sem úti frýs. Nú ætla ég að vera lýðræðislegur og leyfa ykkur að ákveða, skrifið bara í comments hvort þið viljið að henni verði úthýst. Og Johnny, það þýðir ekkert að svindla, ég sé hver er að skrifa hvaða komment. Og Slingerinn, að sjálfsögðu færðu link.

En þá loks að Manni líðandi stundar #1.
Að þessu sinni er það síðasti sveitamaðurinn í Rvk. Hann kemur úr Grafarvoginum og stundar nám í líffræði. Enginn annar en hinn eitilharði sóknarmaður, fjölnismaður, fylkisfélagsskítur, Chilli étandi, Me Kong aðdáandi, Rovers-ari, guðna/snó elskandi, keyrandi á gamla karla og á móti umferð í þokkabót gaurinn... JÓN HALLDÓR ÞRÁINNSSON (með 2 n-um því þá verður hann fúll)

1. Nafn/Nickname: Jón Halldór Þráinsson, a.k.a Jóndi bóndi

2. Þessa dagana er ég að: Er ég að stunda nám við líffræðiskor Háskóla Íslands og leggja lokahönd á stórskemmtilega ritgerð um Mycobacterium paratuberculosis og Crohn´s sjúkdóm í mönnum. Stefni samt að því að lesa mannerfðafræðina fljótlega enda er fátt skemmtilegra…

3. Fæddur. Staður og stund: Ég fæddist þann merkilega dag 9. febrúar 1981 kl 02:21 í Rvk. Taka skal fram að ég var hátt í 40 tíma á leið í heiminn (mamma fékk hríðirnar sko 7. feb!) og nóttina sem ég fæddist var eitt mesta óveður sem menn muna eftir í Rvk....

4. Ég bý… og ég keyri…: Ég bý (ennþá) í fannafold 47 í Grafarvoginum með móðir minni, föður og litlu systur (það eru ekki allir dekraðir eins og sumir...) Ég keyri á glæsilegum grænum Toyota corolla 97 með spoiler geri aðrir betur, reyndar er eg að hugsa um að endurnýja...

5. Ertu með e-r líkamslýti: Nei ég myndi segja að ég sé með fullkomnari mönnum sem eru hér og verða á þessu landi... Reyndar er eg með ör á hausnum eftir að einhver stelpa lamdi mig í hausinn á spáni þegar ég var 2 ára kannski það sé ástæðan að sumar stelpur vilja meina að ég sé karlremba...

6. Minn helsti galli…: Er alveg massa óþólinmóður gaur og fremur latur þegar kemur að náminu...svo er lika galli hja mer að vera Blackburn Rovers aðdáendi þessa daganna en því fylgir engin sæla.....

7. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...: Það mun vera yndislegu augun og brosið… nei að öllu grini sleppt er eg eins og flestir og tek mest eftir barminum og afturendanum.. þeir sem halda öðru fram eru lygarar eða gay…

8. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera… af því að hann/hún…: Ron Jeremy þarf eg virkilega að útskýra hvers vegna???

9. Neyðarlegasta atvik? Ég hef sem betur fer ekki lent í mörgum slíkum en það er eitt sem stendur alveg uppúr held ég.. Þannig var mál með vexti að ég og herbergisfélagar mínir á Krít í útskriftarferð Kvennó 2001 vorum að slappa af á svölunum með bjór. Svo stóð ég upp og fór á klósettið í 15 sekúndur og hljóp út á svalir aftur en það vildi ekki betur til en að ég skallaði hurðina…. einn felagi minn lokaði hurðinni á þessum 15 sekundum og hun var helviti hrein svo eg hljóp bara beint á hurðina og felagar minir hlógu í um það bil 5 mínutur án gríns sko…. Það skal taka fram að ég braut á mér nefið við þessi samskipti mín við hurðina….

10. Uppáhalds frasi….: agalega ertu fúll!!!! Nei nei en þegar ég var úti í Serbíu í sumar þá sagði fólkið þar að ég sagði oft absoloutely unbelieveble!!! annað veit ég nú ekki….

11. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd... : Ef ég mætti velja mörg þá væru þau öll úr Pulp Fiction svo ég verð að velja það besta úr henni…. Það er náttúrulega þegar Zed var að þruma Marcellus Wallace í rassgatið og Butch kom inn og stoppaði það!! Alger snilld og tónlistinn hefði ekki getað verið meira við hæfi…. Reyndar fannst mér Vaselín atriðið í Kill Bill magnað…..

12. Af hverju Grafarvogur? : Frábær staður.. Esjan skýlir paradísinni fyrir norðanáttinni sem þú færð nú að finna allhressilega fyrir þarna út á grandanum og eyjum að sjálfsögðu... Þar er að finna mjög gott íþróttalið og fallegustu stelpurnar í bænum...Einnig er það bara hæfilega langt frá miðbæjarrottum og KR-ingum sem er mikill kostur!!! Endilega komiði í Grafarvoginn því þar er gott að búa.. enda bua þar næstum 5 sinnum fleiri þar en í eyjum!!! hehe svo hvað kallar þú sveit kallinn minn.....??


13. Geturu lýst því hvernig maður keyrir á móti umferð á brúnni í Kópavogi og hverjar afleiðingarnar eru?: No comment, en getur þú sagt mér hvernig það er að skeina sér með sokk??? (Innslag frá DE: einstaklega mjúkt, allavega mýkra en með klósettpappírnum úr Bónus. p.s. agalega fúll)

14. Ég sé eftir að hafa...: Sé ekki eftir neinu enda er ég sæll og glaður

15. 3 merkilegustu (jákvætt eða neikvætt) kennararnir í Líffræðinni hingað til og af hverju þeir… Númer 1. er að sjálfsögðu Guðni bakteríufræðikennari fyrir sitt einstaklega skipulag og húmor.. Það eru ekki allir sem er með þannig skipulag að þeir láta draga um það hver er fyrstur að draga um verkefni!!! og svo náttúrulega.. ”ég var einmitt vitni af einu atriði á ráðstefnu í NY”... hahaha Númer 2. mun vera SNÓ efnagreiningarkennari fyrir það að vera sennilega leiðinlegasti kennari sem ég hef nokkurn tímann haft í leiðinlegasta fagi ever = gott kómbó, ég mæli með þessu fagi sem valfag.... Númer 3. fær Jörundur vistfræðikennari með meiru fyrir að skipuleggja skemmtilegar árlegar ferðir í sandgerði....

16. Ég borða___ þegar ég er þunnur en ___ þegar ég er svangur: Þegar ég er þunnur vil ég fá eitthvað greasy en þegar ég er svangur þá er mömmumaturinn bestur.. Davið ertu buinn að gleyma hvernig hann smakkast??

17. Uppáhalds íþróttamaður? Íþróttamaður sem ég hata…: Uppáhaldið mitt er Alan Shearer sem afrekaði það að skora 122 mörk í 138 leikjum fyrir Blackburn frá 92-96.. Eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 30 mörk 3 tímabil í röð (33,34 og 36) til viðmiðunar bendi eg á að Nistelroy og Henry hafa verið markahæstir undanfarin ár með 22-24 mörk!! Kosinn besti leikmaðurinn í sögu úrvaldsdeildar og er enn að raða mörkunum 33 ára gamall!! Roy Keane er ekki í uppáhaldi hjá mér því hann er arrogant hálfviti sem eyðileggur feril leikmanns viljandi.. það ætti að læsa manninn inni……

Engin ummæli: