Jæja, þá er loks komið að því... nýr maður líðandi stundar. Að þessu sinni er það hösslerinn, öryggisvörðurinn, Árbæjarrottan, sirkussækandi, bjórdrekkandi, Körfubolta hendandi, súkkulaðisæti, eyjapeyinn Daði Guðjónsson. Reyndar er alveg vítiverð framkoma að hans að skila svörunum svo seint þ.a. hann er um leið kominn efst á svarta listann. Njótið vel..
1. Nafn/Nickname
Daði Guðjónsson / Daði Death eða Deið
2. Fæddur. Staður og stund
30.ágúst 1981. Vestmannaeyjar. kl 03:02
3. Ertu með e-r líkamslýti.
Er með myndarlegt ör á hausnum eftir að hafa horft á leik Interog Man U. fyrir nokkrum árum. Fagnaði marki Inter með því að stökkva upp í ljósakrónu. 12 spor þar. Mark Inter var ranglega dæmt af ;(
4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Rassinn
5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Barmurinn
6. Ef ég væri forseti Bandaríkjanna í einn dag þá mundi ég...
Agalega fúl spurning. Ætli ég myndi ekki draga verulega úr fjárframlögum ríkisins til hernaðarmála og reyna fá þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Rússaland til þess að koma að uppbyggingu í Írak.
7. Neiðarlegasta atvik...
Fyrir utan þetta atvik í leik Inter og Man U. verð ég að segja að neyðarlegasta atvik sem ég hef lent sé þegar ég svaf yfir mig á fótboltaæfingu í 3.flokki og vaknaði með myndarlega standpýnu (eins og gengur og gerist á þessum aldri), hleyp inn í eldhús þar sem að MÓÐIR mín og amma voru að snæða (þurfti að fara í gegnum eldhúsið til þess að komast að æfingardótinu). Þegar ég er kominn að æfingardótinu heyri ég eittthvað fliss uppi í eldhúsinu. Fer þangað upp aftur í æfingargallanum og mun ég seint gleyma glottinu á MÓÐUR minni og ömmu. (Innskot frá DE: AAAAAAHHAHAHAHA HA HA HA HA AHAHAHAH HAH...æj æj, )
8. Var þetta vel valið hjá nýjasta Bachelor?
Já ekki spurn. Jen stóð upp úr. Þótt að Kirsten minni mig óneitanlega á móður þína Davíð back in 1970 þegar hún afrekaði það að vinna titilinn Ungfrú Ísland eða eins og þú kemst best að orði sjálfur ,,back in 1970 my mother was the most beautiful woman in Iceland”. Reyndar finnist mér móðir þín vera eins og rauðvínið – verður bara betri með aldrinum ;) (Innslag frá DE: rólegur í að tala um móður mína)
9. Uppáhalds frasi
Hagkaup – Þar sem að íslendingum finnst skemmtilegast að versla
10. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Mörg góð atriði sem koma upp í hugann en ætli ég verði ekki að segja Indiana Jones and the Temple of Doom atriðið þegar að Mola Ram (presturinn) nær á óskiljanlegan hátt að rífa hjartað úr þræl sem að verið er að fórna, þetta gerir Mola með því að raula þessa setningu aftur og aftur ,,amínei sjamtídei” ,,amínei sjamtídei” algjör snilld. Þessa setningu er hægt að fara með þegar einhver skítur á þig.
11. Ég elska...KFC- BBQ borgara
12. Ég hata...Rottur
13. Ég sé eftir að hafa...
Sagt þér og um leið öllum sem að hafa aðgang að veraldarvefnum frá neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í (Innskot frá DE: Æj, æj, HA Ha.. úff get bara ekki hætt)
14. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með homeblestinu.Carlsberg............Kaffi
15. Mín versta martröð er..
Að koma að skoskri konu vera með strappon dildó á enninu að höppast á litlu systur minni. Neinei svona að öllu gríni slepptu myndi ég segja að missa einhvern ástvin.
16. Árbær VS. Vestmannaeyjar
Úff.. Heitupottarnir í Árbæjarlauginni koma þarna sterkt inn enda ómetanlegt að geta stokkið í þessu fínu potta á kvöldin. En ætli ég verði ekki að segja Vestmannaeyjar hafi vinninginn þarna
17. Hvernig finnst þér staða konunnar í nútíma samfélagi...
Enn og aftur agalega fúl spurning, í nútíma samfélagi??? Svona almennt myndi ég telja að staða konunar í hinum vestræna og “siðmennntaða heimi” vera nokkuð góða, reyndar hafa íslendingar gengið skrefinu lengra þökk sé rauðsokkum eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur og hefur kvennréttindabaráttan færst úr því að vera jafnréttindabarátta í það að vera forréttindabarátta sbr. 22,gr laga nr.92 2002 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nóg um það
18. Hvað er eftirmynnilegast úr þinni strætósöguÞessi átti sér reyndar stað í Ártúninu (sem er strætóstoppistöð fyrir ykkur plebbana) var ég þar staddur á leið í fyrirlestur upp í HÍ verð ég þá ekki var við mann sem kallaður er Gunni Blaðasali, þessi Gunni er rauðhærður með sítthár og er býsna veikur á geði greyið. Nema hvað var hann þarna staddur í sínum hversdagfötum sem saman standa af bleikum gallabuxum, ljósgrænni íþróttapeysu og með stór og myndarleg skíðagleraugu og ósjálfrátt fer maður að fylgjast með svona snillingum, verð ég þá var við þegar Gunni stingur hendinni inn á buxurnar sínar og fer að kyppa í kynfærið á sér meðan hann horfir á unga stelpu með aðdáunar augum, þetta þurfti ég að horfa upp á í rúmar 10 mín eða þangað til að minn strætó kom. Hvernig væri heimurinn án svona manna???? (Innslag frá DE:BETRI!!)
19. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Lögfræði...Skúli Magnússon
Sirkus...Elías Ingi með bjór í hönd
Securitas...vinna
Lambakjet-mehee...
Deutchland-,,ein Rudi Völler”
Stóragerði-Heima
Herjólfur-Þorlákshöfn
Kringlan-Þar sem hjartað slær
Þjóðhátið-Fyllerí
20. Að lokum vil ég...
þakka þér fyrir að leyfa mér að tjá mig á veraldarvefnum og mér sýnist að internetið sé komið til þess að vera ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli