11. desember 2002
Ahh, þetta er yndislegt líf. Alveg að koma jól og ekki nema þrjár gleðistundir fram að því. Fyrsta gleðistundin í gær eftir mikla andvöku, og það er svona "reddaðist" fýlingur yfir henni. En hvað um það ég veit loksins hvað verður um "hringinn eina" þar sem ég var að lesa 3 síðasta kaflann í LOTR-ROTK (lord of the rings-return of the king, svona fyrir þá sem ekkkert vita :-) í gær áður en ég fór að sofa, og þvílík gríðarleg snilld. Ég myndi segja ykkur endirinn, en þar sem ég veit nú ekki alveg hvort margir eru búnir að lesa bókina og vilja bara sjá myndina þá sleppi ég því. Ég hélt reyndar að það væri miklu meira eftir af bókinni, en þá eru síðustu 100 blaðsíðurnar eða svo bara einhverjir viðaukar og útskýringar. Annars hefur þessi lesning verið alveg einsök, ég held ég hafi byrjað að lesa bókina fyirir einum fjórum-fimm árum þegar ég var framhaldsskólaum í Eyjum í ensku, og hef svo lesið hana með hléum, annsi mörgum reyndar, alla tíð síðan. Reyndar hafði ég hugsað mér að sleppa að lesa síðustu bókina og horfa fyrst á myndina, en ég hreinlega gat það ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli