3. desember 2002
í nótt fékk maður loks að kynnast slæmu hliðinni á því að búa i þakíbúð. Þetta brjálaða veður sem gekk yfir í nótt, ja ég held að veðurguðirnir hafi einbeitt sér að þakglugganum hjá mér. En til allrar lukku þá átti ég eyrnartappa (þessa gulu) á skrifborðinu mínu. Ég náði í þá, tróð þeim í eyrun og viti menn, ég svaf eins og steinn það sem eftir var næturinnar. Þeir verða í kommóðuskúffunni héðan í frá. Aearo Limited er komið á gullna listann. Mæli með eyrnatöppunum frá þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli