Agalega er hausinn á mér tómur. Þrátt fyrir það ætla ég nú að verða við óskum eldheitra aðdáenda sem hafa skrifað í gestabókina og beðið um blogg....Takk Valli, þú hækkar um 1 sæti á gullna listanum og losnar af þeim svarta fyrir það + að þu færð að fara inn á bloggaralistann minn, ekki málið það. Annars hafa einnig orðið fleirri breytingar á listunum eins og þið sjáið hér hægra megin.....það er ef þið sáuð hvernig þeir voru áður en ég breytti þeim. Ég meina ef þið sáuð ekki hvernig listinn var og eruð að sjá hann í fyrsta skipti núna, þá er hann ekkert breyttur í ykkar augum ekki satt. Þetta er svona svipað og með tréð sem dettur í skóginum og enginn heyrir í því fattiði.
EnníH þá ætla ég að halda áfram lestri mínum fyrir næstu Gleðistund enda farið að styttast í hana, ég hlakka svo til. Ég meina hvað er ekki skemmtilegt við að sitja í þrjár klukkustundir, láta hugann reika um undraveröld procaryotanna og reyna festa eitthvað af því á blað, ég bara spYR. Ég vill svo endilega hvetja fólk til að skrifa í gestabókina hérna hægra megin og láta heyra í sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli