Dáldið magnað sem ég verð að segja ykkur frá. Ég var á leiðinn út í búð í dag, sem er nú yfirleitt ekki í frásögur færandi nema fyrir það ég varð fyrir hrikalegri lífsreynslu. Það var þannig að þegar ég kem niður í anddyri hér á K2, þá sé ég mér til mikillar skelfingar hvar einn íbúinn í blokkinni, eldri maður í þokkabót, liggur fyrir framan dyrnar hjá sér alveg hreyfingarlaus með stafinn við hliðina á sér. Ég að sjálfsögðu rík til, og ég man á þeim sekúndubrotum sem ég var á leiðinni að manninum þá runnu upp fyrir mér allir skyndihjálpartímarnir sem ég fór í í gamla daga. "1,2,3,4,5 og blása...eða er það 15 og blása tvisvar" hugsaði ég. Jæja, ég kem að manninum og ýti við honum í öxlina, en ekkert gerist. Á þessum tímapunkti sé ég ekki framan í manninn, en ég halla mér fram og sé þá augun opin. Sjitt, ég var handviss um að hann væri steindauður kallinn, hjartað í mér slær á fullu og adrenalínið er farið á fullt..... en þá til allrar hamingju hreyfast augun og ég átta mig á að hann er lifandi. Ég spyr hann hvort það sé ekki allt í lagi. "jú jú" segir hann óstyrkri röddu og liggur enn grafkyrr, "ég var bara hjá lækninum og gleymdi lyklunum og konan mín fór út í búð að versla og er ekki komin heim"....
Og hann lagði sig bara fyrir framan dyrnar hjá sér..........Hvað er það????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli