19. desember 2002

Alas, gleðin. Þriðja og næstsíðasta gleðistundin búin og sú skemmtilegasta eftir. Morguninn var skemmtilegur í hæsta lagi í boði Guðna baktó og félaga. Hann verður ekki tekinn af þeim, hressleikinn. Agalega þarf samt veröldin að vera grimm. Tónleikar ársins, og ég hér við skrifborðið og ætti að vera að læra. Damn you all, damn you all to hell...þeir taki þetta til sín sem eiga það.
Annars var ég að horfa á fréttir áðan og enn einu sinni tekst Ástþóri Magg að koma manni skemmtilega á óvart. Þvílíkur snillingur, mætti í réttarsalinn í jólasveinabúning og með skegg og alles. Það eina sem dómarinn fór fram á var að hann tæki ofan af sér húfuna, ég meina ekki mátti hann nú vanvirða réttin með því að sýna ekki þá almennu kurteisi að taka að ofan.

Engin ummæli: