Fór með Herjólfi upp á fastalandið á sunnudaginn. Haldiði að það hafi ekki verið risa sundmót í eyjum um helgina þannig að skipið var troðfullt af sundfólki, þjálfurum, fararstjórum og foreldrum á leið heim til sín. Hef bara aldrei lent í öðru eins, þetta var næstum eins og á þjóðhátíð fyrir utan fylleríið. Ég sver að það var klórlykt um borð. Þá fór ég að pæla. Hvað ef skipið sykki. Þá ættum við ekki einn einasta sundmann sem getur eitthvað. Næstu fimtán árin yrðu án íslenskra keppenda á stórmótum. Það væri alveg hræðilegt, er það ekki? Veit ekki.
Annað sem ég var að pæla. Ég fór í húsasmiðjuna áðan og tók eftir auglýsingunni utan á búðinni. Mynd af stelpu að mála undir yfirskriftinni "kláraðu málin með Húsasmiðjunni" eða eitthvað álíka. En það var ekki það sem mér fannst skrítið. Það sem mér fannst skrítið var klæðnaðurinn á stelpunni. Það var eins og hún væri nýkominn úr Sautján og hafi svo farið beint heim að mála í fötunum sem hún keypti. Alltaf þegar ég mála þá er ég í druslugalla ef ég er ekki í málningargalla. Mér fannst bara eitthvað bogið við þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli