Jæja, þá er komið að því. Það er Maður Vikunnar #2. Og það er ekkert smá nafn þessa vikuna, enginn annar enn hinn ómótstæðilegi, óviðjafnalegi, stórkostlegi markmaður, bílstjóri, tæklari, sjómaður, nemandi, HK elskandi, slökkvitækis spúandi, álfelgu bónandi, bassakeilu titrandi, villti tryllti Pilltur hann GUNNAR BERGUR RUNÓLFSSON.
1.Nafn/Nickname
Gunnar Bergur Runólfsson/Gunni
2.Fæddur. Staður og stund
Þann yndisfagra dag 8. febrúar 1981 kl 14:00 að staðartíma í Vestmannaeyjum.
3.Ertu með e-r líkamslýti
Nei..ég er fullkominn.:=) fyrir utan eitt ör á enninu á mér sem ég hlaut fyrir nokkru síðan í skólanum hérna í eyjum. Ég hljóp bókstaflega á vegg..og það er ekki grin.
4.Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Sjálfum finnst mér hendurnar á mér vera ansi skemmtilegar…nei hvaða bull er þessi spurning…ef það er einhver karlmaður sem hefur dálæti af eh líkamshlut á sjálfum sér þá hlítur eitthvað að vera að viðkomandi..
5.Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...
Ég tek nú yfirleitt fyrst eftir andlitinu og svo færir maður sig neðar……
6.Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera.
Jesus.. af því að hann gat breytt vatni í vín….( hver myndi ekki vilja geta það….ég spyr nú bara )
7.Leiðinleg tónlist er
m.a. rapp og allt sem því tengist... Ég fíla hins vegar Vini vors og blóma og er nánast alæta á tónlist.
8.Uppáhalds frasi…..
thank you very nice ( úr stellu í framboði…) og ekki má nú gleyma þeim skemmtilega frasa sem Nonninn fann uppá…nehhhhhhh….
9.Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
ég held að það hafi verið í bíómynd sem við vinirnir framleiddum sjálfir. Mig minnir að hún hafi heitið Ferðalangurinn. Bjarki Steinn fór með aðalhlutverk og var þar í hlutverki ferðalangs sem kom til eyja. Allt gekk á afturfótunum hjá greyið manninum. En ótrúlegast var þegar hann átti leið fram hjá golf vellinum og vildi ekki betur til en svo að hann fékk þessa svaka torfu í hausinn…..( ath.. ekkert fyndið nema að hafa séð myndina og verið við upptökur hennar…þannig að enginn á eftir að hlæja að þessu nema kanski Bjarki Sjálfur….hehe.)
10.Ljótasta heimsfræga kona sem ég veit um er (Innslag frá DE: ekkert skrifað hér þ.a. ég svara bara fyrir hann)Hillary Clinton en sú ljótasta á Íslandi erImba Sólrún
11.Ég sé eftir að hafa...verið svona góður þegar ég var í Barnaskóla. Maður hefði svoleiðis átt að vera miklu erfiðari en maður var. hver man ekki eftir því þegar Hlynur Már kastaði stól í Hjálmfríði og Raggi Hilmars kom og barði hann….svona hefði maður átt að gera.. þetta er allavega eftirminnilegt.
12.Ég borðahamborgara og franskar í Skjólinu þegar ég er þunnur en Túnfisksamloku og CLUB kex með Túnfiski þegar ég er svangur
13.Mín versta martröð er..já ég veit ekki hvað ég á að segja hérna…mér finnst reyndar alltaf mjög óþægilegt þegar ég vakna á nóttini og finnst eins og ég sé að detta. Þið hafið örugglega lent í þessu líka. Getur verið ansi kvimleitt vandamál.
14.Mín skoðun á fóstureyðingum.. ég vil meina að þér eigi rétt á sér. Oft ef ótímabærar þunganir eiga sér stað, sérstaklega hjá yngra fólki sem ekki er tilbúið eða á ekki annara kosta völ en að láta eyða því.
15.Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Sjór: fiskur og verðmæti sem allir ættu að hugsa um eins og handabakið á sér. Við lifum jú einu sinni af sjávarútvegi.
Land: Bóndi, við eigum að bera virðingu fyrir landinu okkar eins og bóndinn gerir..( allavega flestir…)
Vestmannaeyjar: kyrlátur og þægilgur staður.
Hressó: framhjáhald….
HK: Davíð sniðugur að spyrja að þessu…hehe..mér dettur alltaf það sama í hug!..
Slátur: (innslag frá DE.. Einvherra hluta vegna var þessi reitur skilinn eftir auður. Ég svara þessu þá bara fyrir hann... )Baldur Braga, portúgal,bjór
Nonninn: WAZZZZZAAABBBI …NEHHHHHHHH
Markmannshanski: REUSCH
Höllin: Bibbi í straum.
Nissan: 2000 GTI góðir og sterkir bílar…( nú veit ég að Davíð er ekki sammála mér…)
Bassi: kontrabassi….væri til í að geta spilað á það snilldar verkfæri.
Djúpa laugin: viðbjóðslega leiðinlegur þáttur í dag..en var náttlega algjör snilld þegar svona skemmtilegir voru að koma fram í honum eins og ég og Illugi.
16.Að lokum vil ég…segja að ég sakna vina minna sem eru staddir í Reykjavík. Væri til í að heyra í þeim oftar. En svona er þetta nú bara. Það hefur verið gaman að vera maður vikunar dabbi minn..og vonandi gengur ykkur öllum sem best ( þið sem lesið þetta…já og þú líka Nonni minn þó þú hringir aldrei í mig….ég tók einmitt símann minn um daginn og athugaði hvort hann væri nokkuð bilaður..hann var nebblega ekki búinn að hringja í 5 sólarhringa…en neinei það var ekkert að honum…maður er víst bara gleymdur og grafinn og tröllum gefinn……..NEHHHHH! L8er krakkar…
Engin ummæli:
Skrifa ummæli