19. október 2003

Jæja! Bjarka hefur hlotnast sá heiður að vera fyrsti MAÐUR VIKUNNAR hjá Dabbanum og óskum við honum til hamingju með það hér á K2. Fólk er strax orðið fúlt yfir að hafa ekki fengið að vera Maður vikunnar, sérstaklega ónafngreindur fýlupúki í líffræðinni oft kallaður xxxdi. En veriði þolinmóð, það er aldrei að vita nema þú verðir næsti MAÐUR VIKUNNAR, og með maður vikunnar meina ég ekki endilega bara karlemnn. Well...gjöriði svo vel



MAÐUR VIKUNNAR 19-25 OKTÓBER 2003
1. Nafn/Nickname
Bjarki Steinn Traustason/Svala húsmóðirin,litlle bear, bjúrkówitch, þorsteinn tvö, björk (þegar ég var með sítt hár, það særði mig mjög og ég er ekki búinn að gleyma þeim sem tóku þátt í því…) en venjulega bara Bjarki (Innskot frá DE-hver á augað á myndinni með Bjarka skrifið ykkar svar í gestabókina)

2. Fæddur. Staður og stund
Eyjunnni fögru, Heimaey á sjúkrahúsinu þar. Þetta var ákaflega falleg stund hjá foreldrum, loksins kominn einhver nógu verðugur til að taka við krúnunni J

3. Ertu með e-r líkamslýti.
Hahaha nei ég er fullkominn. Auðvitað er maður með líkamslýti. Fyrir utan andlitið þá er ég sjálfsagt með ljótustu tær sunnan norðurpólsins. Auk þess þá var ég alltaf að fá gat á hausinn sem krakki og það í bland heiftarlegt tilfelli af hlaupabólunni á sínum tíma hefur gert það að verkum að ef ég missi hárið tekur enginn hátíð við....

4. Fallegasti líkamspartur á sjálfum mér finnst mér vera...
Já hér er af nógu taka......púff ég veit ekki hvar á að byrja......uuuu......bara allt ég er nefnilega að springa úr sjálfsánægju

5. Fallegasti líkamspartur á konum finnst mér vera...Handakrikahár, veit ekki hvað trend þetta er að vera raka þetta í gríð og erg.

6. Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera... af því að ...
Ef ég mætti vera hver sem er í einn dag þá vildi ég vera Jim Morrisson á sýnum tíma því hann var svo kúl. Ef það var hægt að prófa að vera einhver í svona ca. 5 mín. gæti ég ímyndað mér að prófa vera Kolbrúna græna, bara svona til að vita hvernig það er að vera leiðinleg, hötuð og alltaf á móti öllu.

7. Neiðarlegasta atvik...
Bísna neyðarlegt þegar stelpur komu æðandi inn í búningsklefan og handklæðinu var kippt af mér....það var nefnilega svo kalt þarna inni.

8. Uppáhalds frasi
Frasinn hans tengdapabba; hoppaðu uppí rassgataði á þér og skelltu fast á eftir.

9. Eftirminnilegasta atriði úr bíómynd...
Upphafsatriðið í Saving private Ryan. Ég var að deita Katrín Evu á þeim tíma og man að ég var mikið klæddur yfir myndinni. Þetta atrið var svo rosalegt að ég tók allur og svitna og svitna. Það var svona frekar neiðarlegt líka.

10. Ljótasta þekkta kona sem ég veit um er...
Á Íslandi er það Magga “ég tek bara kreatín og vill einhver selja mér typpi” vaxtaræktardóttir. Ljótasta erlenda kona sem ég veit um er Michael Jackson.

11. Ég sé eftir að hafa...Púff hér er af nógu að taka. Ég hefði viljað vera svoldið meira kúl þegar ég var yngri og læra á gítar, annað er ekki prenthæft.

12. Ég drekk... þegar ég er á fylleríi en ... með kleinuhringnum mínum.Ég drekk kaftein í kók á fylleríum það vita þeir sem þekkja mig....nema kannski fjölskyldan...hef einhvern vegin ekki haft það í mér að segja þeim það...með kleinuhringnum mínum er kókómjólkin til taks enda sæki ég kraftinn minn þanngað

13. Mín versta martröð er..Þegar ég var yngri og að byrja í sundi fékk ég fljótt einhverja fóbíu gagnvart sundi. Þetta tók maður með sér í draumalandið og ég fékk yfir lengri tíma sömu martröðina. Ég var að kafa í djúpu lauginni en þegar ég ætlaði að fara upp á yfirborðið að ná mér í loft var einhvert gler yfir allri lauginn rétt neðan við yfirborðið. Ég man að þetta var það raunverulegt að ég vaknaði upp og varð að draga djúpt andan því að ég var alveg að kafna.

14. Mín skoðun á vændi á íslandiBara spurning um framboð eftirspurn....

15. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri eftirfarandi...
Bush: góð hljómsveit heimskur karl
Hómer J.: sófi,bjór, nærbuxur, starfsmaður mánaðirs, þvílíkur snillingur!
Mario Bro´s: Ef ég hefði nú bara eitt tímanum í eitthvað gáfulegar....
Michael Jackson: Búinn að segja það mar..ljótasta erlenda kona sem ég veit um.

16. Að lokum vil ég...
Vill benda á nýju síðuna mína www.bjarkisteinn.blogspot.com einnig vil ég benda fólki á bankareikningurinn en eins og menn vita er dýrt að vera í skóla og skemmta sér

Engin ummæli: