Allt sem hér fer á eftir eru alfarið mínar skoðanir og ég get engan veginn ábyrgst að það sé eitthvað vit í þeim frá sjónarhóli annarra. Mér er því nokk sama þó svo að seinna komi í ljós að þú, lesandi góður, sért alls ekki á sömu skoðun og ég í þeim málum sem um ræðir. Áður en lengra er haldið vill ég taka fram að ég elska myndina Very bad things. Ég tek þetta fram því myndin sem hér um ræðir finnst mér svipa nokkuð til þeirrar myndar. Mjög svartur húmor, óheftur og ekki verið að fela neitt.
KILL BILL
Er hægt að hlæja þegar tugum manna er slátrað með Samurai-a sverði á einu brett. Mitt svar er "já". Kannski er ég geðveikur en þessi mynd er algjör snilld. Ég hef heyrt fólk tala um að söguþráðurinn sé enginn, blóðsúthellingarnar séu alltof miklar og brellurnar séu lélegar. Ég veit ekki hvað skal segja, mér leiddist allavega ekki. Ekki nóg með að svarti húmorinn skíni í gegn alla myndina heldur er myndin líka lista vel gerð. Það eru smáatriðin sem skipta máli. Til dæmis má nefna bardagaatriðið milli Brúðarinnar og cottonmouth (lucy liu). Umhverfið er snilld, næstum eins og á aðfangadagsnótt í algjöru logni og það snjóar svona risa snjókornum. Svo kemur tónlistin inn og passar perfect við slagsmálin og allt verður einhvernveginn.. veit ekki alveg ... En svo er það smáatriðið, ein lítil vatns-eilífðarvél sem kemur alltaf í forgrunninn og fullkomnar stemninguna. Og þetta er bara eitt lítið atriði af mörgum sem eru einhvernveginn sjálfstæð inn í myndinni en mynda samt brilljant heild. Ég mæli hiklaust með henni.
o&o
Engin ummæli:
Skrifa ummæli